top of page

VERÐSKRÁ - HAUST 2025

  • Kenndar eru 13 kennsluvikur á önninni.

  • Önnin hefst 1. september og lýkur með hátiðarsýningu í Hofi 7. desember

  • Haustfrí 20.-26. október

  • 10% fjölskylduafsláttur er veittur af almennum æfingagjöldum. 

  • Hægt er að nota frístundastyrk upp í æfingagjöld.

VALTÍMAR

Aukatímar fyrir nemendur sem vilja æfa oftar.

Aukatími nr. 1: 14.900 kr. - val nr 1 hjá nemendum í jazzballtett hóp

Aukatíma nr. 2 eða fleiri - er fyrir nemendur sem eru skráðir í Jazzballett hóp og eru með aukatíma nr. 1 skráðann og eru að skrá aukatíma nr.2, 3, 4 : 9.900 kr. per tíma

GREIÐSLUSKILMÁLAR

Velkomið er fyrir nýnema að prufa fría prufutíma, fyrstu kennsluviku annarinnar. 

Um leið og nemandi mætir eftir prufuviku þá er litið svo á að hann ætli að æfa og taka pláss í skráðum hóp og valtíma (ef við á) og þarf að fullgreiða alla önnina.

Afskráning verður að berast innan við viku frá prufutíma.

Nemendur er sjálfkrafa skráðir áfram á næstu önn og þarf að vera búið að senda afskráningu fyrir auglýstan tíma svo hægt er að stilla rétt upp í hópa og bjóða öðrum plássið fyrir komandi önn. 

Dansnám Steps Dancecenter er selt í önnum en ekki stökum tímum.

Hægt er að skipta æfingagjaldi í 3-5 greiðslur (fer eftir hóp) - ekki er um mánaðargjald að ræða heldur léttari greiðslitilhögun fyrir þá sem það vilja.

Allar breytingar í kerfinu kostar 1.000 kr.

Allar greiðslur vegna dansnáms fara í gegnum Sportabler.

https://www.sportabler.com/shop/stepsdancecenter/1

Skólagjöld fást ekki endurgreidd eftir að nemandi mætir eftir prufutíma.

Þar sem takmarkaður fjöldi er í hópa þá hefur iðkandi tekið frá pláss sem engin annar fer í og er dansnámið sniðið að hópnum.

Veittur er 10% fjölskylduafsláttur og reiknast hann við skráningu á iðkanda nr. 2.

ATH! Allar fyrirspurning varðandi greiðslur, skráningar og annað fer í gegnum netfang skólans steps@steps.is - ekki í gegnum kennara.

FRÍSTUNDASTYRKUR

Hægt er að nýta frístundastyrk Akureyrarbæjar 55.000kr yfir árið en athugið að skráður greiðandi þarf að haka við styrkinn áður en gengið er frá greiðslunni. Ekki er hægt að skrá hann inn eftir á.

 

Styrkurinn er fyrir börn 6-17 ára og er það árið sem gildir ekki afmælisdagurinn.


Til þess að nýta styrkinn frá öðrum sveitarfélögum þarf að fullgreiða æfingagjaldið og fara svo til síns sveitarfélags með kvittun og þau endurgreiða þá upphæð styrksins sem er í boði þar. Allar kvittanir eru að finna á Sportabler.

SPORTABLER

Í gegnum Sportabler fáiði áminningu um æfingar og bein skilaboð frá okkur eða kennara,

Til þess þurfið þið að ná ykkur í appið og passa að allar upplýsingar eru réttar, sérstaklega símanúmer og netföng. Því ef eitthvað kemur uppá þá er hægt að ná í ykkur forráðamenn fljótt.

Mikilvægt er að tilkynna öll forföll inn á sportabler.

Mælum með að iðkendur hafi einnig Sportabler appið í símum sínum sem þá eiga.

Hér eru góðar leiðbeiningar fyrir þá sem þekkja ekki til Sportabler:

bottom of page