top of page

DANS
KEPPNIR

KEPPNISLIÐ STEPS DANCECENTER

​Undanfarin ár þá höfum við verið að keppa á Dance World Cup. Haldin er undankeppni á Íslandi sem veitir möguleika á keppnisrétt fyrir heimsmeistaramót í listdansi sem haldið er erlendis..

Við höfum keppt í DWC síðan 2019. Urðum heimsmeistarar í Jazz Senior large group 2021 og lentum í 3. sæti í Contemporary Junior large group 2021.


Langar þig að verða hluti af keppnisliði Steps Dancecenter? Við erum að leita að metnaðarfullum og ástríðufullum dönsurum til að vera hluti af okkar sterka keppnisliði. 

Keppnisliðið er fyrir 12 ára og eldri.


Hvernig skráir þú þig?
Smelltu á „Sækja um“ hnappinn hér að neðan.
Fylltu út skráningareyðublaðið með öllum þínum upplýsingum.

 

STEPS BIKARINN

Ertu tilbúin/n að taka þátt í spennandi innanhúsdanskeppni?

Steps Bikarinn er árleg danskeppni þar sem allir okkar nemendur fá tækifæri til að skína á sviði, sýna sitt besta og öðlast frekari reynslu á að koma fram.

Skráning og þátttaka:
Veldu þitt eigið lag og búning.
Búðu til dansrútínu sem endurspeglar þitt listform. Jazz, Lyrical, Commercial, Contemporary.

Keppt er í tveimur aldursflokkum 10-12 ára og 13 ára-16 ára.

Hægt er að keppa í sóló og 2-6 saman í hóp.

Veitt eru flott verðlaun fyrir 1.-3. sætið ásamt verðlaunapeningum. 

Besta atriði keppninnar hreppir Steps Bikarinn.

​

Æfingakeppni fyrir 6-9 ára

1-4 nemendur sýna atriði
Atriði skal vera frumsamið af nemendum

Allir þátttakendur fá viðurkenningaskjal.

Keppnisgjald per. keppenda er kr. 1.000 og skal greiðast við skráningu.


Smelltu á „Skrá mig í Steps Bikara“ hnappinn og fylltu út skráningareyðublaðið.
Við hlökkum til að sjá þig dansa og keppa um Steps Bikarinn.

 

Steps bikarmeistarar 2023
og kepptu þær með atriðið sitt á Dance World Cup 2024
bottom of page